BSI á Íslandi ehf.
Um BSI á Íslandi
Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við atvinnulífið. Starfsemi fyrirtækisins einskorðast við úttektir, samræmismat, eftirlit, skoðanir, þjálfun, vottanir og kvörðunarþjónustu.
Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi árið 2004 og er skrifstofa okkar að Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík ásamt því að skoðunarmenn okkar eru með starfsstöðvar á 5 stöðum á landinu.
Sérfræðingur í úttektum á stjórnkerfistöðlum
Sérfræðingur í úttektum á stjórnkerfisstöðlum
BSI á Íslandi ehf. auglýsir eftir sérfræðing í úttektum á stjórnkerfum samkvæmt kröfum ISO stjórnkerfisstaðla.
Viðkomandi mun hljóta þjálfun hjá BSI í aðferðafræði úttekta og öðlast alþjóðleg réttindi. Um er að ræða starf á Íslandi en í alþjóðlegu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hafa þekkingu á stöðlum og geta framkvæmt úttektir með tilliti til krafna
- Undirbúa skýrslur m.a. á ensku og skila niðurstöðum til viðskiptavina
- Bjóða þjónustu BSI til viðskiptavina til að bæta enn frekar rekstur, stýra áhættu og auka árangur þeirra
- Stuðla að góðum samskiptum við viðskiptavini BSI til að viðhalda ánægju þeirra með þjónustu
- Veita skjótar upplýsingar um þjónustu BSI, s.s. sérfræðiaðstoð um staðla og námskeið
- Þjálfa samstarfsmenn og aðstoða við innleiðingu og þjálfun nýrra samstarfsmanna eftir því sem við á
- Viðhalda og þróa eigin færni og þekkingu á stjórnkerfum
- Vera fulltrúi BSI, það er að starfa siðferðislega, fylgja reglum fyrirtækisins meðal annars um hlutleysi og trúnað ásamt því að bjóða þjónustu BSI samkvæmt bestu aðferðum til viðskiptavina svo að þeir geti hámarkað árangur sinn.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði heilbrigðisgeira, verk-, tæknifræði eða raungreinum og geti sýnt fram á getu til faglegra vinnubragða
- Starfsreynslu í vottuðu stjórnkerfi og alhliða þekking á viðskiptaferlum og beitingu gæða- umhverfis-, upplýsingaöryggis- og/eða heilsu- og öryggisstjórnkerfi er kostur
- Hafa brennandi áhuga á stjórnkerfum og tengdum málefnum, t.d gæðastjórnun, umhverfi, heilsu og öryggi
- Reynsla af því að miðla þekkingu er kostur s.s. með námskeiðum eða fyrirlestrum
- Þjónustulund og eiga gott með að starfa með öðrum
- Þekking á t.d. ISO 9001 og ISO 14001, ISO 27001 og/eða ISO 45001 stöðlum
- Þekking á kröfum um CE merkingar er kostur
- Kunnátta/reynsla í verkefnastjórnun er kostur
- Góð almenn starfsreynsla í mörgum starfsgreinum er kostur og víðtæk reynsla af vinnumarkaði
- Hafa góða íslensku og ensku kunnáttu – talað og ritað mál.
Auglýsing birt2. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMjög góð
Staðsetning
Skútuvogur 1d, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁhættugreiningFramkoma/FyrirlestarFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurUmsýsla gæðakerfaVandvirkniVerkefnastjórnunÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Verkefnisstjóri mannauðsmála
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkefnastjórar á Framkvæmdasviði
Landsvirkjun
Menntasvið leitar að leiðtoga frístundadeildar
Kópavogsbær
Verkefnastjóri á Verkefnastofu ON
Orka náttúrunnar
Vilt þú leiða rannsóknir á vatnsaflskostum?
Orkuveitan
Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri nýframkvæmda fasteigna og mannvirkja
Akureyri
Verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga
Akureyri
Viltu leiða verkefni sem tryggir verndun vatns á Íslandi?
Umhverfisstofnun
Verkefnastjóri hönnunar
Samherji Fiskeldi
Verkefnastjóri vélbúnaðar
Samherji Fiskeldi
Verkefnastjóri mannvirkja
Samherji Fiskeldi