Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Myllubakkaskóli óskar eftir félagsráðgjafa eða sálfræðingi

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með leyfi til að nota starfsheitið félagsráðgjafi eða sálfræðingur.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 70 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Um er að ræða 60 - 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Ráðningar tími er eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita nemendum stuðning og aðstoð vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem hindra það að nemandinn njóti sín í námi og í samskiptum.
  • Samvinna, ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og forráðamenn.
  • Vinnur í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga sem koma að málum nemenda.
  • Ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþarfir og skipuleggja úrræði sem hafa áhrif á vellíðan og velferð nemenda. 
  • Situr í eineltisteymi skólans og veitir málum sem tengjast forvörnum gegn einelti forgöngu.
  • Kemur að gerð forvarnaráætlunar skólans.
  • Vinnur með nemendum í brottfallshættu, bæði einstaklingslega og í hópavinnu og vinnur markvisst í að finna úrræði við þeim vanda. 
  • Veitir nemendum sem hafa orðið þolendur ofbeldis eða áfalla stuðning og fræðslu ásamt því að greina andfélagslega hegðun nemenda og nemendahópa. Vinnur einnig með gerendum í þeim málum sem upp koma.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félagsráðgjafar eða sálfræði og réttindi til að starfa sem slíkur.
  • Reynsla af því að starfa með börnum með áskoranir í skólastarfi.
  • Starfsreynsla á sviði félagsráðgjafar eða sálfræði með áherslu á börn og ungmenni.
  • Reynsla af því að vinna í teymisvinnu með sérfræðingum innan skólaumhverfis.
  • Reynsla af því að þróa og innleiða stuðnings- eða forvarnaráætlanir fyrir börn.
  • Sérþekking eða starfsreynsla á sviði greiningar og úrræðaleit fyrir nemendur með félagslegar eða tilfinningalegar áskoranir.
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Sólvallagata 6A, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar