Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir

Leikskólinn Hörðuvellir óskar eftir að ráða sérkennara/þroskaþjálfa í 60-100% starf.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað og áhuga fyrir starfinu.

Starfið er laust frá nú þegar eða eftir samkomulagi.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna með sérþarfir
  • Gerir áætlanir, sinnir þjálfun, leiðsögn og stuðningi barna með sérþarfir
  • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við sérkennslustjóra
  • Hefur þekkingu á að vinna með Pecs myndrænt málörvunarkerfi
  • Er í samstarf við foreldra og fagaðila um velferð barnsins
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn) eða háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Samgöngustyrkur

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóna Elín Pétursdóttir jonaelin@hafnarfjordur.is síma 5550721 eða 6959866

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2024

Greinargóð ferilskrá og eða leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Tjarnarbraut 30, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar