Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkraþjálfari eða stoðtækjafræðingur á Heilbrigðistæknisvið

Hefur þú brennandi áhuga á fólki og hvernig stoð- og meðferðartæki, s.s. spelkur, gervihandleggir/gervifótleggir, bæklunarskór eða hjálpartæki við öndunarmeðferð geta bætt færni í daglegu lífi? Ef svo er þá erum við með rétta starfið fyrir þig. Við leitum að sérfræðingi á Heilbrigðistæknisvið Sjúkratrygginga í spennandi verkefni sem m.a. tengjast vinnslu umsókna um ýmsar gerðir stoð- og meðferðartækja, útboðum, verðkönnunum, faglegum úttektum og þátttöku í umbótaverkefnum

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Unnið er í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu auk þess sem starfsfólk nýtur hlunninda á borð við íþróttastyrk og samgöngustyrk vegna vistvænna samgangna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla umsókna um stoð- og meðferðartæki samkvæmt reglugerð
  • Samskipti við seljendur, fagaðila og aðra hagaðila
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum, gæða- og umbóta- og nýsköpunarstarfi á sviði heilbrigðistækni 
  • Fagleg ráðgjöf og mat á búnaði s.s. í tengslum við útboð og samninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Fullgilt próf í sjúkraþjálfun eða stoðtækjafræði 
  • Íslenskt starfsleyfi
  • Klínísk reynsla er æskileg
  • Reynsla af meðhöndlun stoðtækja er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, vald á norðurlandamáli er kostur
  • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og góð þjónustulund 
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót 
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð 
  • Skipulagshæfni, nákvæm vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar