

Öryggisvörður í sumarstarf á höfuðborgarsvæðinu
Lætur þú öryggi þig varða?
Langar þig í spennandi sumarstarf þar sem þú getur haft áhrif á öryggi og velferð annarra? Öryggismiðstöðin leitar að metnaðarfullu starfsfólki í fjölbreytt og krefjandi störf í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú ert jákvæð/ur, snögg/ur að taka ákvarðanir og hefur ástríðu fyrir öryggismálum, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig!
Hvað bjóðum við þér?
- Vaktavinnu með sveigjanleika (fullt starf eða hlutastarf)
- Fjölbreytt verkefni í framsæknu umhverfi
- Þjálfun í öryggis- og þjónustufærni
- Tækifæri til starfsþróunar innan Öryggismiðstöðvarinnar
- Samheldinn vinnustað með stuðningi reyndra starfsfélaga
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn öryggisgæsla og þjónusta á vegum fyrirtækisins
- Aðstoð við viðskiptavini við úrlausn öryggistengdra verkefna
- Almenn ábyrgð á öllum búnaði sem öryggivörður hefur til umráða hverju sinni
- Skýrslugerð og upplýsingamiðlun eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nauðsynleg hæfni:
- Gild ökuréttindi
- Hrein sakaskrá
- Góð enskukunnátta
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Æskileg hæfni:
- Reynsla í öryggis- eða þjónustustörfum
- Þekking á skyndihjálp eða viðbragðsþjálfun
Umsóknarferli og frekari upplýsingar:
Starfstímabilið er frá apríl/maí til september/október 2025.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Starfsmenn þurfa að skila inn sakavottorði og lágmarksaldur er 20 ára. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.
Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis-og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á [email protected].

















