Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Netsérfræðingur

Netsérfræðingur

Reiknistofa bankanna leitar að sérfræðingi í rekstri net- og netöryggiskerfa með áherslu á öryggi. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í rekstri netkerfa RB með öryggi að leiðarljósi. Starfið felur m.a. í sér rekstur og uppsetningu á kjarnanetkerfi í gagnaverum, skrifstofuneti, þráðlausu neti og fjarskiptasamböndum. Starfið býður upp á þátttöku í fjölbreyttum verkefnum og framtíðarþróun á net- og netöryggiskerfum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og/eða viðeigandi starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri netkerfa og netöryggislausna er kostur
  • Áhugi á netöryggi og sjálfvirknivæðingu netkerfa
  • Kunnátta og reynsla af forritun er kostur
  • Áhugi og drifkraftur til að takast á við stór og skemmtileg verkefni
  • Þarf að geta unnið vel í hópi en einnig með getu til að vinna sjálfstætt

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Innleiða stöðugar úrbætur á sviði net og öryggismála
  • Þátttaka í uppbyggingu og framþróun á net- og öryggismálum RB
  • Hönnun og uppsetning netkerfa, þ.m.t. kjarnanetkerfi (DataCenter), internettenginga, eldveggja, VPN þjónusta, öryggislausna, netbeina og -skipta
  • Þátttaka í hönnun net- og öryggislausna
  • Umsjón með netöryggislausnum

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.

Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.

RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst

Nánari upplýsingar veitir Daníel Örn Árnason, forstöðumaður Grunnreksturs RB, daniel.orn.arnason@rb.is. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur11. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar