Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Móttökuritari - Heilsugæslan Árbæ

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að koma til liðs við okkur.

Heilsugæslan Árbæ óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 50-100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. október eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Móttaka tímapantana í afgreiðslu
  • Uppgjör í lok dags
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
  • Ýmis önnur tilfallandi störf

 Viðkomandi þarf í einhverjum tilfellum að geta tekið síðdegisvaktir eftir kl. 16

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Heilbrigðisritaramenntun og/eða nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af móttökuritarastarfi er æskileg
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af Sögukerfi er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslensku kunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta nauðsynleg
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur16. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraunbær 115, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar