Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæslan Hlíðum auglýsir eftir sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf. Um er að ræða 80-100% starf eða samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. október nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf, á spennandi starfsvettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Unnið er í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.

Heilsugæslan Hlíðum er í ný uppgerðu og glæsilegu húsnæði við Skógarhlíð 18. Á heilsugæslunni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækingum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum og riturum og skrifstofustjóra.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið heimilislæknis er víðtækt og felst m.a. í almennum lækningum, heilsuvernd, vaktþjónustu og kennslu nema. Hann leiðbeinir skjólstæðingum og aðstandendum og veitir fræðslu og upplýsingar. Heimilislæknir er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga,  tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi  og sinnir kennslu starfsfólks og nema.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi 
  • Sérfræðimenntun í heimilislækningum
  • Reynsla af klínískum kennslustörfum og teymisvinnu æskileg 
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð 
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Íslenskukunnátta skilyrði 
  • Góð enskukunnátta
Auglýsing birt14. ágúst 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LæknirPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar