
Körfuknattleikssamband Íslands
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) var stofnað 29. janúar 1961. KKÍ er æðsti aðili um öll körfuknattleiksmál innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
KKÍ heldur úti einu viðamestu mótahaldi landsins sem telur rúmlega 10.000 iðkendur með yfir 5.500 leikjum í deildar- og bikarkeppnum sínum í öllum aldursflokkum og rekur viðamikið afreks- og landsliðsstarf yngri liða og landsliða karla og kvenna.
Skrifstofur KKÍ eru í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Markaðs- og kynningarfulltrúi KKÍ
Markaðs- og kynningarfulltrúi ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum KKÍ. Hlutverk starfsins er fjölbreytt en meðal annars er það; að auka enn frekar útbreiðslu og sýnileika íþróttarinnar, fá fleiri samstarfsaðila að starfi KKÍ og aðildarfélaganna og tryggja faglega miðlun upplýsinga.
Markaðs- og kynningarfulltrúi er ný staða á skrifstofu KKÍ, því er um spennandi tækifæri að ræða fyrir réttan aðila að móta starfið og efla ennfrekar starf KKÍ og aðildarfélaganna.
Ábyrgðasvið:
- Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og kynningarstefnu KKÍ
- Markaðssetning og stuðningur við mótahald, afreks-og landsliðsmál
- Viðburðastjórnun og samræming á upplifun á mótum og landsleikjum á vegum KKÍ
- Gerð markaðs- og kynningaráætlunar fyrir innlend og alþjóðleg verkefni
- Skipulag, utanumhald og stjórnun á 3x3 götuboltamótum (streetball)
- Samningar og þjónusta við samstarfsaðila
- Vöru- og þjónustuþróun, sölumál og samskipti við hagsmunaaðila
- Ábyrgð á vefsíðu og samfélagsmiðlum KKÍ
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 16 febrúar 2026 .
Frekari upplýsingar gefur Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ [email protected]
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðsfulltrúi
Pósturinn

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
KPMG á Íslandi

Project Manager
Lucinity

Markaðssérfræðingur með áherslu á efnissköpun & umsjón samfélagsmiðla
Laugarás Lagoon

Birtingastjóri/-stýra
EssenceMediacom Íslandi

Social Media Manager / Samfélagsmiðlastjóri
Smitten

Verkefnastjóri stórra styrkja
UNICEF á Íslandi

Söluráðgjafi í Nýja bíla
Toyota

Verkefnastjóri
Linde Gas

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga
Siðmennt

Vilt þú sjá um samfélagsmiðla KEF?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Viðburðasérfræðingur skátamóta
Bandalag íslenskra skáta