Bandalag íslenskra skáta
Bandalag íslenskra skáta
Bandalag íslenskra skáta

Viðburðasérfræðingur skátamóta

Viðburðasérfræðingur Skáta ber m.a ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu og framkvæmd stærri og smærri viðburða á vegum skátahreyfingarinnar, með sérstakri áherslu á Landsmót skáta 2026. Starfið krefst skipulagshæfni, sjálfstæðra vinnubragða og góðrar yfirsýnar yfir flókin verkefni þar sem margir hagsmunaaðilar koma að borðinu.

Viðburðasérfræðingur vinnur náið með framkvæmdastjóra, verkefnastjóra og öðru starfsfólki, sjálfboðaliðum, verktökum og samstarfsaðilum. Um teymisstarf er að ræða.

Leitað er eftir að Viðburðasérfræðingur sýni mikið frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna með fólki á öllum aldri, sé framfærin, geti unnið sjálfstætt, skipulagt verkefni og stýrt verkefnum jafnt sem að vinna í hópastarfi.

Vinnutími er sveigjanlegur, starfsaðstaða einnig.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipulagning og undirbúningur

  • Skipuleggja og halda utan um undirbúning viðburða skátanna, sérstaklega Landsmót skáta 2026
  • Setja upp verk- og tímaáætlanir fyrir viðburði
  • Samhæfa ólíka verkþætti viðburða (dagskrá, aðstöðu, þjónustu, mannauð o.fl.)

Framkvæmd viðburða

  • Tryggja faglega framkvæmd viðburða samkvæmt áætlunum
  • Samstarf og samhæfing við starfsfólk, sjálfboðaliða og verktaka
  • Lausn vandamála og ákvarðanataka á meðan viðburðir standa yfir

Samskipti og samstarf

  • Vera tengiliður við samstarfsaðila, birgja og þjónustuaðila
  • Stuðla að góðum samskiptum við sjálfboðaliða og mótsstjórn
  • Samvinna við markaðs- og kynningarteymi eftir þörfum í samstarfi við kynningamálastýru BÍS

Gæði, öryggi og eftirfylgni

  • Tryggja að viðburðir uppfylli gæðakröfur, öryggiskröfur og gildandi reglur
  • Halda utan um lærdóm og úrbætur eftir viðburði 
  • Skjalfesta ferla og reynslu til framtíðar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla á sviði viðburðastjórnunar eða verkefnastjórnunar
  • Reynsla af skipulagningu viðburða (kostur ef stórir eða fjölmennir viðburðir)
  • Góð skipulagshæfni og færni í verkefnastjórnun
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna undir álagi
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni

Kostur er ef umsækjandi:

  • Hefur reynslu af sjálfboðaliðastarfi eða starfi innan skátahreyfingarinnar
  • Hefur unnið að stórum barna- og ungmennaviðburðum
  • Hefur góða yfirsýn, lausnamiðað hugarfar og sterka ábyrgðartilfinningu
  • Hefur þekkingu á öryggismálum, leyfisveitingum eða áhættustýringu við viðburði
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Fjölskylduvæn stefna
  • Heilsustyrkur
  • Hvetjandi starfsumhverfi
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hraunbær 123, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar