

Birtingastjóri/-stýra
OOH, GRP, TRP, CTR, CPM, Reach, Impressions o.s.f. Ef þetta eru hugtök sem þú þekkir, þá erum við að leita að þér.
MediaCom á Íslandi (EssenceMediacom) óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum birtingastjóra/-stýru í öflugt og metnaðarfullt teymi í miðlunar- og birtingamálum. Viðkomandi mun bera ábyrgð á skipulagningu, stýringu og þróun birtinga. Í nánu sambandi við fjölbreyttan hóp viðskiptavina, starfsmanna og birgja
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á markaðs- og auglýsingamálum, býr yfir góðri innsýn í virkni mismunandi miðla og skilur hvernig miðlar styðja við heildstæða samskiptastefnu. Reynsla af birtingum í prent-, sjónvarps-, útvarps- og/eða umhverfis miðlum er mikilvæg. Hæfni til að setja saman rannsókna drifna miðla strategíu, geta rýnt árangur og haft hæfni til að miðla gögnum skýrt áfram. Sjálfstæð vinnubrögð sem og geta til að vinna með teymi í hröðu og faglegu umhverfi.
- Gerð og stýring birtingaáætlana í hefðbundnum miðlum
- Ráðgjöf, dagleg samskipti og endurgjöf til viðskiptavina, innlendra sem erlendra
- Samskipti og samstarf við innlenda miðla
- Mat á miðlavali með tilliti til markhópa, dreifingar og árangurs
- Greining á árangri herferða og skýrslugerð
- Áætlanagerð og þátttaka í stefnumótun er tengist fjölmiðlanálgun viðskiptavina
- Reynsla af birtingamálum eða markaðssetningu.
- Þekking á fjölmiðlamælingum, rannsóknum og markaðsgögnum
- Mjög góð samskiptahæfni og sterk þjónustulund
- Skipulögð, sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð
- Frumkvæði, greiningarhæfni og vilji til að þróast faglega
- Gott vald á íslensku og ensku
Íslenska
Enska






