
Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu Iðubrú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum. Á útisvæði eru tvær sánur, útisturtur, kaldur pottur og heitur pottur í skógarrjóðri, sem býður upp á einstaka upplifun kyrrðar og náttúru.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon er veitingastaðurinn Ylja þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Ylja býður upp á fjölbreyttan, heilnæman mat úr afurðum frá bændum í nágrenni staðarins, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.
Laugarás Lagoon is a new bathing destination in the heart of South Iceland, located by the magnificent bridge that spans the Hvítá River near the settlement of Laugarás. The lagoon is designed to blend seamlessly with the surrounding landscape, offering guests a unique experience with a two-level bathing area and an exceptional outdoor space.
An important part of the charm of Laugarás Lagoon is the Ylja restaurant, led by chef Gísli Matthías Auðunsson. Ylja offers a diverse and wholesome menu featuring local produce from nearby farms, with particular emphasis on the delicious vegetables for which the region is renowned.

Markaðssérfræðingur með áherslu á efnissköpun & umsjón samfélagsmiðla
Laugarás Lagoon leitar að skapandi og metnaðarfullum markaðssérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á efnissköpun og samfélagsmiðlum. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að móta og miðla upplifun Laugarás Lagoon til gesta okkar, bæði innlendra og erlendra og hjálpa til með að skapa nýjan áfangastað í hjarta Suðurlands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hugmyndavinna, efnissköpun og birtingar fyrir alla stafræna miðla
- Umsjón og daglegt utanumhald samfélagsmiðla
- Skipulagning og framkvæmd birtingaráætlunar fyrir samfélagsmiðla í samræmi við markaðs- og vörumerkjastefnu
- Greining á árangri markaðsherferða á samfélagsmiðlum
- Umsjón með vefsíðu
- Samskipti við samstarfsaðila
- Að fylgjast með nýjum straumum í efnissköpun og á stafrænum miðlum
- Önnur tilfallandi verkefni í markaðsdeild
- Spennandi starf sem hentar vel einstaklingum sem þrífast í síbreytilegu og lifandi umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á stafrænni markaðssetningu og helstu greiningartólum
- Reynsla af vefumsjón kostur.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Skapandi hugsun og gott auga fyrir framsetningu og frásögn
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og teymisvinna
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af ljósmyndun, myndbandsvinnslu og/eða grafískri hönnun
- Reynsla af ferðaþjónustu kostur
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á uppbyggingu og ímynd vörumerkisins
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Tækifæri til starfþróunar
- Sveigjanleiki í starfi og vinnutíma
- Aðgangur að upplifun fyrirtækisins utan vinnutíma
- Önnur tilfallandi fríðindi
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Skálholtsvegur 1, 806 Laugarási
Dugguvogur 42
Starfstegund
Hæfni
AuglýsingagerðEmail markaðssetningFacebookFacebook Business ManagerFljót/ur að læraFrumkvæðiGoogleGoogle AdsGoogle AnalyticsHreint sakavottorðHugmyndaauðgiÍmyndarsköpunInstagramJákvæðniLeitarvélabestun (SEO)Mannleg samskiptiMarkaðssetning á netinuNákvæmniÖkuréttindiReyklausSjálfstæð vinnubrögðSkilgreining markhópaSnapchatTextagerðTikTokVefumsjón
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (7)

Markaðs- og kynningarfulltrúi KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Markaðsfulltrúi
Pósturinn

Birtingastjóri/-stýra
EssenceMediacom Íslandi

Social Media Manager / Samfélagsmiðlastjóri
Smitten

Söluráðgjafi í Nýja bíla
Toyota

Vilt þú sjá um samfélagsmiðla KEF?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine