Grundarheimilin
Grundarheimilin
Grundarheimilin

Mannauðs og launafulltrúi

Grundarheimilin óska eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í mannauðs og launadeild fyrirtækisins.

Mannauðs og launadeild Grundarheimilanna er mikilvægur liður í að stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu og vellíðan í starfi hjá starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla og skráning, frágangur launagagna, skil á skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og opinberra aðila.
  • Eftirfylgni með skráningum í Mytimeplan.
  • Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.
  • Leiðbeiningar til starfsfólks um kjaramál.
  • Vinna að jákvæðri vinnustaðamenningu.
  • Þátttaka í ráðningaferli starfsmanna.
  • Styðja við endurmenntun og starfsþróun starfsfólks í samvinnu við stjórnendur.
  • Önnur tilfallandi launa- og mannauðsmál.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af launavinnslu er kostur.
  • Þekking á kjarasamningum er kostur.
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er kostur.
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Aðgangur að heilsustyrk.
  • Stytting vinnuvikunnar.
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur8. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar