Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot

Leikskólinn Reykjakot auglýsir eftir leikskólakennara

Leikskólinn Reykjakot auglýsir eftir leikskólakennara og/eða starfsmanni leikskóla

Leikskólinn Reykjakot staðsettur í afar fallegu umhverfi í Reykjahverfi Mosfellsbæ. Lögð er áhersla á leik barna, málrækt,sköpun og náttúru/umhverfi. Reykjakot er 5 deilda og þar eru 82 börn.  

Við skólann starfar matreiðslumaður sem eldar hollan og afar góðan mat.  

Leitað er eftir kennurum, uppeldismenntuðu fólki og/eða öðru fólki með reynslu til starfa.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgist vel með velferð barnanna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
  • Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf 
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð 
  • Góð íslenskukunnátta 
Fríðindi í starfi

Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsfólks og afsláttur af leikskólagjöldum 

Samgöngustyrkur 

Líkamsræktarstyrkur og frítt í sundlaugar Mosfellsbæjar 

Ókeypis bókasafnskort 

Full vinnustytting er komin á og að jafnaði hættir starfsfólk kl. 14:00 á föstudögum, auk þess að fá vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum. 

Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur15. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókabyggð 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar