Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Í leikskólanum dvelja allt að 61 barn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Okkur er annt um rödd barnanna og vinnum markvisst með eftirfarandi þætti í daglegu starfi:

  • John Dewey
  • Barnasáttmálinni sameinuðuþjóðanna
  • Lýðræðislegt leikskólastarf
  • Sjálfstæði og valdefling
  • Vellíðan og gleði
  • Fjölgreindir Garners

Erum að uppfæra skólanámskrá leikskólans í tengslum við 40 ára afmæli leikskólans þann 1. nóvember 2025 því er spennandi vinna fram undan.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Væntumþykja - Vinátta.

Í leikskólum Garðabæjar er möguleiki á að sækja um styrki í Þróunarsjóð leikskóla til að styðja við nýbreytni og framþróun í starfi. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem hver og einn leikskóli hefur til umráða til að styðja enn frekar við leikskólastarfið.

Fengum við styrk úr þróunarsjóð fyrir verkefninu "Matstofa barnanna á Kirkjubóli". Markmið okkar er að fækka kennarastýrðum stundum og auka valdeflingu og sjálfstæði barna í skólanum með því að gefa þeim fleiri tækifæri á að efla trú sína á eigin getu.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum einstaklingi til að bætast við metnaðarfullan starfshóp leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
  • Vinnur einnig með sérkennslustjóra varðandi börn með stuðning
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Reynsla að vinna með börnum sem þurfa stuðning í hóp
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

*Fáist ekki einstaklingur með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Fríðindi í starfi
  • Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsfólk með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
  • 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsfólk með lögheimili í Garðabæ
  • 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
  • 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
  • Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
  • Hægt er að sækja um í þróunarsjóð leik- og grunnskóla til að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi í leikskólum
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kirkjulundur 1, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfvirkar prófanir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar