Leikskólinn Hæðarból leitar að leikskólakennara í sérkennslu
Hæðarból er þriggja deilda skóli með 53 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára.
Leikskólinn vinnur eftir kenningum bandaríska heimspekingsins og sálfræðingsins John Dewey "Learning by Doing" og uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution). Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og gagnkvæma virðingu, hægt er að lesa meira um hugmyndafræðina á; Uppbygging sjálfsaga | uppeldi til ábyrgðar
Einkunnarorð skólans eru, gleði, leikur, nám sem fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti skólans. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, góð samskipti, umburðarlyndi, jákvæðni og sveigjanleika.
Á Hæðarbóli starfar mikið af fagfólki og reynslumiklum leiðbeinendum sem leggja ríka áherslu á faglegt og gott starf með börnunum. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk fái að nýta styrkleika sína og áhugasvið sitt í daglegu starfi með börnunum. Mikil áhersla er á að starfsfólk komi fram við börnin að virðingu, hlusti á þau og velji orðræðu af kostgæfni.
Heimasíða leikskólans: https://haedarbol.is/
- Stuðningur við börn með sérþarfir
- Vinnur að og eftir einstaklingsnámskrá
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, sérkennslustjóra, deildarstjóra og annað starfsfólk leikskólans.
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu er ráðinn annar starfsmaður með menntun sem nýtist í starfi tímabundið sbr. lög nr. 95/2019.
- Heilsuræktarstyrkur - Eftir sex mánuði í starfi á starfsfólk rétt á 20.000 kr í heilsuræktarstyrk
- Sundkort - Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk Garðabæjar fengið árskort í sundlaug Garðabæjar án endurgjalds
- Menningarkort - Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk Garðabæjar fengið aðgang að Hönnunarsafni Íslands án endurgjalds.
- Bókasafnskort - Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk Garðabæjar fengið árskort á Bókasafn Garðabæjar án endurgjalds.