Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg

Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg

Laust er til umsóknar starf við sérkennslu í leikskólanum Suðurborg. Í leikskólanum starfar teymi þroskaþjálfa og annara fagmenntaðra starfsmanna við atferlisíhlutun barna með einhverfu. Leikskólinn Suðurborg er sérhæfður á þessu sviði og ráðgjafaskóli þegar kemur að atferlisíhlutun. Viðkomandi mun starfa í sérkennsluteymi leikskólans undir leiðsögn sérkennslustjóra og ráðgjafa frá þjónustumiðstöð.

Suðurborg er 6 deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi.

Starfið er laust nú þegar. Um er að ræða ótímabundið starf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Hallgrímsdóttir í síma 411-3220 og tölvupósti berglind.hallgrimsdottir@reykjavik.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir í samstarfi við sérkennslustjóra og fylgja henni eftir.
  • Að veita barni viðeigandi leiðsögn og stuðning í starfi leikskólans.
  • Að vinna eftir aðferðum atferlisíhlutunar.
  • Að leggja inn PECS boðskiptakerfi.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og ráðgjafa.
  • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, sálfræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sérkennslu æskileg.
  • Þekking á atferlisíhlutun kostur.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Menningarkort bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar