Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg er til húsa að Suðurhólum 19 í Reykjavík. Leikskólinn starfar í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Leikskólinn tók formlega til starfa janúar 1979 og var þá þriggja deilda dagheimili með rými fyrir 72 börn. Leikskólinn hefur stækkað ört og er nú 6 deilda með rými fyrir 106 börn á aldrinum eins til sex ára. Boðið er upp á breytilegan dvalartíma þ.e. frá 4 og upp í 9 tíma vistun. Leikskólinn er opinn 7:30 til 16.30. Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Þetta gerum við með því að vinna markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum.
Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg
Laust er til umsóknar starf við sérkennslu í leikskólanum Suðurborg. Í leikskólanum starfar teymi þroskaþjálfa og annara fagmenntaðra starfsmanna við atferlisíhlutun barna með einhverfu. Leikskólinn Suðurborg er sérhæfður á þessu sviði og ráðgjafaskóli þegar kemur að atferlisíhlutun. Viðkomandi mun starfa í sérkennsluteymi leikskólans undir leiðsögn sérkennslustjóra og ráðgjafa frá þjónustumiðstöð.
Suðurborg er 6 deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi.
Starfið er laust nú þegar. Um er að ræða ótímabundið starf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Hallgrímsdóttir í síma 411-3220 og tölvupósti berglind.hallgrimsdottir@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir í samstarfi við sérkennslustjóra og fylgja henni eftir.
- Að veita barni viðeigandi leiðsögn og stuðning í starfi leikskólans.
- Að vinna eftir aðferðum atferlisíhlutunar.
- Að leggja inn PECS boðskiptakerfi.
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og ráðgjafa.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, sálfræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Þekking á atferlisíhlutun kostur.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
- Menningarkort bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Urriðaholtsskóli óskar eftir deildarstjórum á leikskólastig
Urriðaholtsskóli
Leikskólinn Reykjakot auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Reykjakot
Við leitum að kennara?
Leikskólinn Sjáland
Laus staða í Marbakka
Marbakki
Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennara í 100%
Leikskólinn Krílakot
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Tenglar fyrir börn með miklar stuðningsþarfir - BS/BA gráða
Arnarskóli
Kvíslarskóli - sérkennari
Kvíslarskóli
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Leikskólinn Hæðarból leitar að leikskólakennara í sérkennslu
Garðabær
Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær
Krakkakot óskar eftir einstaklingi í stuðning
Garðabær