Leikskólinn Funaborg
Leikskólinn Funaborg
Leikskólinn Funaborg

Laust starf í leikskólanum Funaborg

Leikskólinn Funaborg er þriggja deilda leikskóli, en á á næstu árum að verða 7 deilda leikskóli. Funaborgin stendur við Gullinbrú í miklum, fallegum og ævintýralegum skógarlundi

Í Funaborg trúum við að barnið sé hæfur einstaklingur sem getur, skilur, kann og vill. Í félagslegri tengingu við jafningja sína, kennara, foreldra, nærumhverfi sitt og stærra samfélagið verði barnið sterkara, hafi trú á eigin getu og öðlist kjark og þor til að leysa úr eigin vandamálum og flóknum samskiptamynstrum.

Við vinnum nú að þróunarverkefni sem hefur yfirheitið Bernskulæsi/Gríptu tækifærið. Í verkefninu „Gríptu tækifærið“ er unnið með bernskulæsi og markvisst unnið að því að skapa jákvætt viðhorf til lesturs. Ferlið leggur grunn að börn þrói með sér færni til að skilja umhverfið, miðla þekkingu, reynslu og/eða upplifun til annarra. Verkfæri sem nýtt eru í verkefnið eru sjónrænar vísbendingar, söngstundir, yndislestur, Lubbi finnur málbein, gefðu 10 og markviss málörvun í litlum hópum. Markmið verkefnisins er að dýpka málumhverfi barnanna, auka ígrundun í starfi og efla sameiginlega ábyrgð starfsfólks.

Ef þú ert frábær leikskólakennari sem langar til að vinna með börnum á sérstaklega fallegum stað og taka þátt í stækkandi leikskóla þá er, Funaborg staðurinn fyrir þig

Einstaklega spennandi tilboð sem erfitt er að láta fara fram hjá sér.

Skemmtileg myndbönd um Funaborg.

https://vimeo.com/380462481

https://menntastefna.is/tool/myndbond-um-sjalfseflingu-fyrir-starfsfolk-leikskolanna/

Helstu verkefni og ábyrgð

Leikskólakennari er ábyrgur fyrir foreldrasamskiptum og velferð barna ásamt deildarstjóra og öðru starfsfólki deildarinnar. Hann sér um að halda utan um hópastarf og sinna þeim verkefnum sem stjórnendur fela honum.

Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
  • Frír hádegismatur
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt19. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Funafold 42, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Kennsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar