Sérkennsla í Ægisborg
Viltu vinna í frábæru teymi um sérkennslu. Leikskólinn Ægisborg óskar eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa, starfsmanni með BS í sálfræði eða aðra sambærilega menntun sem nýtist til starfa í leikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur. Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á að skapa hlýlegt lærdómssamfélag barna og fullorðinna. Helstu áherslur starfsins hnitast í kringum leik, læsi, hreyfingu og lýðræði og eru kjörorð leikskólans virðing og gleði. Námskrá Ægisborgar og einhverjar viðbótarupplýsingar má nálgast á netinu: https://reykjavik.is/aegisborg
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Að veita barni með sérþarfi stuðning og leiðsögn.
- Vinna í teymi um sérkennslu
- Að sinna sérkennslu og atferlisþjálfun.
- Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
- Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, B.S í sálfræði eða önnur sambærileg menntun.Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Reynsla af atferlisþjálfun æskileg.
- Lipurð í samskiptum og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
Sundkort
Menningarkort
Stytting vinnuviku
Ókeypis matur
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur