

Kóraskóli óskar eftir liðsauka í okkar frábæra kennarahóp
Kóraskóli er unglingaskóli í mótun. Í skólanum starfar kraftmikill og samhentur hópur kennara í þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina í þemavinnu og verkefnamiðuðu námi. Við leitum að duglegum og áhugasömum kennurum inn í teymin okkar, sem eru tilbúnir að leggja okkar metnaðarfulla starfi lið.
Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. - 10. árgang og um 40 starfsmenn.
Í starfinu felst meðal annars:
- Að vinna í teymi með öllu sem því fylgir
- Að vinna að samþættingu námsgreina
- Að vinna í anda leiðsagnarnáms
- Að vinna við og ástunda fjölbreytta kennsluhætti
- Að vinna að verkefnamiðuðu, merkingarbæru námi með áherslu á skapandi skil
- Að vinna að inngildingu allra nemenda skólans með fjölbreyttum hætti
- Að vinna að því að styrkja sýn skólans og markmið
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Ríkir skipulagshæfileikar
Hæfni til að vinna í hópi annarra fagaðila og taka sameiginlegar ákvarðanir byggðar á sýn skólans
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Góð íslensku kunnátta
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.












