
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Teymi þroskaþjálfa eða sérkennara í þróunarvinnu
Við erum nýr skóli í mótun. Okkur bráðvantar að byggja upp teymi þroskaþjálfa eða sérkennara til að vinna með okkur að móta stuðningskennslu í skólanum.
Í Kóraskóla starfar kraftmikill og samhentur hópur í þróunarvinnu og við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina og verkefnamiðað nám.
Við viljum styrkja inngildingu í skólastarfinu okkar og hvetjum þá sem hafa áhuga á að móta og þróa stuðningskennslu á unglingastigi að slást í hópinn með okkur og sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst meðal annars:
- Að vinna í árgangateymi
- Að verða fagaðili stuðningskennslu í árgangi
- Að vinna einstaklingsáætlanir og aðlaga námsaðstæður og námsefni í samvinnu við annað fagfólk og foreldra
- Að vinna í stuðningskennsluteymi þar sem leitað er fjölbreyttra lausna
- Að vinna að samþættri þjónustu til farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Skipulagshæfileikar
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur1. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
KennariÞroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérkennslustjóri í Dalskóla
Dalskóli

Sérkennari í Ævintýraborg Vogabyggð
Ævintýraborg Vogabyggð

Leikskólakennari / leikskólaleiðbeinandi
Ævintýraborg Vogabyggð

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Aðalþing leikskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein
Kópasteinn

Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf
Leikskólinn Akrar

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar

Aðstoðarskólastjóri óskast við Flataskóla
Flataskóli

Þroskaþjálfi óskast við Sjálandsskóla
Garðabær

Kennarar á unglingastigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli