Snæfellsbær
Snæfellsbær

Skólastjóri - Grunnskóli Snæfellsbæjar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða skólastjóra við Grunnskóla Snæfellsbæjar. Skólastjóri ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og í samstarfi skóla og samfélags. Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á framþróun í skólastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
  • Fagleg forysta skólans um þróun náms og kennslu og farsæld nemenda
  • Ábyrgð á framþróun í skólastarfi
  • Hafa forystu um og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög
  • Fjármál og rekstur
  • Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild
  • Samstarf við skólanefnd, bæjarstjóra og bæjarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
  • Farsæl reynsla af rekstri, stjórnun og skólaþróun er æskileg
  • Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogafærni, metnaður og styrkur til ákvarðana
  • Þekking á þeim lögum, reglugerðum og öðrum opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf
  • Þekking á möguleikum og takmörkunum stafrænnar tækni í skólastarfi
  • Skipulagshæfni og góð yfirsýn
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

Snæfellsbær mun verða viðkomandi innan handar við að útvega íbúðarhúsnæði ef á þarf að halda.

Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettsbúð 4, 360 Hellissandur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar