Kjarkur endurhæfing
Kjarkur endurhæfing
Kjarkur endurhæfing

Kjarkur endurhæfing óskar eftir félagsráðgjafa

Kjarkur endurhæfing óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem áhersla er lögð á góða teymisvinnu. Starfsemi Kjarks endurhæfingar er í mikilli þróun og tækifæri til að taka þátt í umbótastarfi.

Kjarkur endurhæfing veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við tauga- og heilaskaða. Boðið er upp á endurhæfingu í dagþjónustu sem og í sólarhringsþjónustu.

Hjá Kjarki endurhæfingu starfar fjölbreyttur hópur við endurhæfingu, svo sem iðjuþjálfar, sálfræðing, hjúkrunarfræðingar, talmeinafræðingur, sjúkraþjálfari, íþróttafræðingur, félagsráðgjafi, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfsleyfi félagsráðgjafa
  • Þekking á endurhæfingu er kostur
  • Fjölbreytt starfsreynsla á sviði félags- og/eða heilbrigðisþjónustu
  • Faglegur metnaður og einlægur áhugi á félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu
  • Jákvætt hugarfar og metnaður
  • Færni til að vinna sjálfstætt og skipuleggja verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Að veita þjónustuþegum og fjölskyldum þeirra stuðning til þess að takast á við afleiðingar veikinda og slysa
  • Stuðla að og auka þátttöku þjónustuþega í samfélaginu
  • Veita upplýsingar um félagsleg réttindi og og tengja saman ólík þjónustukerfi
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum þar sem náið samstarf er á milli heilbrigðisstétta
Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur3. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hátún 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar