

Litla KMS óskar eftir félagsráðgjafa
Litla Kvíðameðferðarstöðin óskar eftir að ráða til starfa félagsráðgjafa með menntun í fjölskyldumeðferð. Um er að ræða 20-40% verktakastöðu þar sem unnið er 1-2 virka daga í viku á dagvinnutíma. Vinnutími getur þó verið sveigjanlegur sé óskað eftir því.
Helstu verkefni væru að sinna þeim skjólstæðingum stofunnar sem óska eftir, eða er vísað í fjölskyldumeðferð til dæmis vegna samskiptavanda innan fjölskyldna, foreldra sem þurfa á stuðningi að halda vegna ólíkra áherslna í uppeldishlutverkinu og/eða skjólstæðinga sem þurfa utanumhald/leiðsögn innan kerfisins.
Réttindi til að starfa sem félagsráðgjafi á Íslandi.
Nám í fjölskyldumeðferð.
Reynsla af vinnu með foreldrum og börnum/unglingum er skilyrði.
Reynsla af uppeldisráðgjöf, skilnaðarmálum, tengslavanda, stjúpfjölskyldum og námskeiðahaldi er kostur.
Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki.
Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.
Hæfni til að skipuleggja vinnu sína vel og aðlaga eftir þörfum.
Félagsráðgjafa býðst að sækja einstaklings- og hóphandleiðslur innan- og utanhúss eftir þörfum og samkomulagi ásamt því að sitja fræðslur og námskeið á vegum stofunnar. Einnig er í boði að vera með námskeið og halda fyrirlestra sé áhugi fyrir því.







