Skrifstofa ráðgjafar
Skrifstofa ráðgjafar
Skrifstofa ráðgjafar

Félagsráðgjafi óskast til starfa í tímabundna ráðningu

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða með möguleika á framlengingu. Félagsráðgjafi heyrir undir teymi virkni og ráðgjafar á skrifstofu ráðgjafar.

Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi félagsráðgjafa með brennandi áhuga á velferðarþjónustu.

Á velferðarsviði Kópavogsbæjar er veitt fjölbreytt velferðarþjónusta. Hlutverk sviðsins er að veita metnaðarfulla þjónustu sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum lífsgæðum íbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna með umsóknir um fjárhagsaðstoð
  • Félagsleg ráðgjöf við einstaklinga og fjölskyldur
  • Gerð einstaklingsáætlana og eftirfylgd þeirra.
  • Þverfaglegt samstarf og teymisvinna
  • Þátttaka í þróun þjónustunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf
  • Þekking og reynsla af starfi innan velferðarþjónustu er æskileg
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta (B2 skv. samevrópskum tungumálaramma)
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Kópavogsbæjar
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími

Frítt í sundlaugar í Kópavogi

Heilsustyrkur

Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar