
Skrifstofa ráðgjafar
Skrifstofa ráðgjafar ber ábyrgð á samþættri þjónustu til barna og fjölskyldna, uppeldisráðgjöf Áttunnar, almennri félagslegri ráðgjöf og fjárhagsaðstoð auk ráðgjafar vegna endurhæfingar, atvinnuþátttöku og vinnumiðlunar.
Viðfangsefnum er skipað í teymi sem hvert um sig sérhæfir sig í sínum verkefnum en þau eru barna- og fjölskylduteymi, ráðgjafarteymi og virkniteymi.
Einnig er veitt sérhæfðari ráðgjöf til fjölskyldna fatlaðra barna á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í gegnum teymin.
Kópavogsbær er þátttakandi í verkefni Vinnumálastofnunar sem lýtur að samræmdri móttöku flóttafólks og heyrir starfsfólk sem sinnir þeirri þjónustu undir skrifstofu ráðgjafar.

Félagsráðgjafi óskast til starfa í tímabundna ráðningu
Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða með möguleika á framlengingu. Félagsráðgjafi heyrir undir teymi virkni og ráðgjafar á skrifstofu ráðgjafar.
Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi félagsráðgjafa með brennandi áhuga á velferðarþjónustu.
Á velferðarsviði Kópavogsbæjar er veitt fjölbreytt velferðarþjónusta. Hlutverk sviðsins er að veita metnaðarfulla þjónustu sem hefur það að markmiði að stuðla að bættum lífsgæðum íbúa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna með umsóknir um fjárhagsaðstoð
- Félagsleg ráðgjöf við einstaklinga og fjölskyldur
- Gerð einstaklingsáætlana og eftirfylgd þeirra.
- Þverfaglegt samstarf og teymisvinna
- Þátttaka í þróun þjónustunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Þekking og reynsla af starfi innan velferðarþjónustu er æskileg
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta (B2 skv. samevrópskum tungumálaramma)
- Gerð er krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Kópavogsbæjar
Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími
Frítt í sundlaugar í Kópavogi
Heilsustyrkur
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Garðabær auglýsir eftir ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks
Garðabær

Sérfræðingur í fósturteymi
Barna- og fjölskyldustofa

Kjarkur endurhæfing óskar eftir félagsráðgjafa
Kjarkur endurhæfing

Félagsráðgjafi óskast í deild barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi á Suðurlandi
Vinnumálastofnun

Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?
Fjölskylduheimili Digranesvegi

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð
Borgarbyggð

Litla KMS óskar eftir félagsráðgjafa
Litla Kvíðameðferðarstöðin