Hringsjá náms- og starfsendurhæfing
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði

Hringsjá leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að leiða og móta nýja deild – Víðsjá – sem er nýtt úrræði fyrir ungt fólk sem er ekki í vinnu, í námi eða þjálfun (NEET).

Víðsjá er sniðin að ungu fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur verið óvirkt þ.e. hvorki á vinnumarkaði eða í námi og eru með andlegar hindranir/geðraskanir og/eða taugaþroskaraskanir. Markmiðið er að veita starfsendurhæfingarþjónustu með einstaklingsmiðaðri nálgun.

Við leitum að deildarstjóra sem hefur skýra framtíðarsýn, góða leiðtogahæfileika og áhuga á nýsköpun í starfsendurhæfingu.

Við bjóðum upp á spennandi tækifæri til að móta nýtt úrræði frá grunni í metnaðarfullu og þverfaglegu starfsumhverfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Fagleg stjórnun og utanumhald um daglegan rekstur Víðsjár

·         Umsjón með skipulagi dagskrár og þverfaglegri teymisvinnu

·         Samskipti við tilvísandi aðila, aðstandendur og samstarfsaðila 

·         Mannauðsmál 

·         Kynning og markaðssetning úrræðisins meðal samstarfsaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. félagsráðgjöf, sálfræði, iðjuþjálfun)

·         Reynsla af stjórnunarstörfum og/eða af því að leiða teymisvinnu

·         Þekking og/eða reynsla af málefnum ungs fólks með andlegar hindranir 

·         Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun

·         Metnaður, frumkvæði og fagmennska

·         Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur

·         Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu

Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur6. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hátún 10, 105 Reykjavík
Hátún 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar