

Iðjuþjálfi í Hringsjá
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing óskar eftir iðjuþjálfa til starfa. Leitað er að jákvæðum og skipulögðum iðjuþjálfa í 50 - 100% starf eða eftir samkomulagi.
Hringsjá er starfsendurhæfingarstöð og felst endurhæfingin í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða, matsbrauta eða einingabæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Í Hringsjá starfar samhentur hópur og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu.
Starfið er fjölbreytt, krefst faglegra vinnubragða, sjálfstæðis í starfi og það væri kostur að viðkomandi þekki til IPS ráðgjafar. Viðkomandi mun taka þátt í mótun nýrra verkefna hjá Hringsjá ásamt því að vinna í þverfaglegu samstarfi á starfsendurhæfingarstöðinni.
- Fagleg ráðgjöf og stuðningur við þátttakendur
- Mat á færni og gerð endurhæfingaráætlana
- Umsjón með fræðslu og hópastarfi
- Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi og samskipti við önnur þjónustukerfi
- Tengiliður við þjónustukaupa s.s. VIRK starfsendurhæfingarsjóð, Vinnumálastofnun o.fl.
- IPS ráðgjöf og stuðningur
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Frumkvæði og fagleg vinnubrögð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu
- Hreint sakavottorð
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er 36 stundir. Starfsemi fylgir skóladagatali framhaldsskóla (páskafrí, jólafrí, vetrarleyfi á sama tíma og hjá grunnskólum Reykjavíkur).











