Hringsjá náms- og starfsendurhæfing
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Iðjuþjálfi í Hringsjá

Hringsjá náms- og starfsendurhæfing óskar eftir iðjuþjálfa til starfa. Leitað er að jákvæðum og skipulögðum iðjuþjálfa í 50 - 100% starf eða eftir samkomulagi.

Hringsjá er starfsendurhæfingarstöð og felst endurhæfingin í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða, matsbrauta eða einingabæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Í Hringsjá starfar samhentur hópur og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu.

Starfið er fjölbreytt, krefst faglegra vinnubragða, sjálfstæðis í starfi og það væri kostur að viðkomandi þekki til IPS ráðgjafar. Viðkomandi mun taka þátt í mótun nýrra verkefna hjá Hringsjá ásamt því að vinna í þverfaglegu samstarfi á starfsendurhæfingarstöðinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg ráðgjöf og stuðningur við þátttakendur
  • Mat á færni og gerð endurhæfingaráætlana
  • Umsjón með fræðslu og hópastarfi
  • Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi og samskipti við önnur þjónustukerfi
  • Tengiliður við þjónustukaupa s.s. VIRK starfsendurhæfingarsjóð, Vinnumálastofnun o.fl. 
  • IPS ráðgjöf og stuðningur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
  • Frumkvæði og fagleg vinnubrögð 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu 
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi

Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er 36 stundir. Starfsemi fylgir skóladagatali framhaldsskóla (páskafrí, jólafrí, vetrarleyfi á sama tíma og hjá grunnskólum Reykjavíkur).

Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hátún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar