

Móttökuritari
Við í Hringsjá leitum eftir þjónustuliprum og jákvæðum einstaklingi í starf móttökuritara! Starfið felur í sér móttöku, símsvörun og aðstoð við þátttakendur í starfsendurhæfingu í Hringsjá. Móttökuritari ber ábyrgð á tímabókunum og breytingum á viðtalstímum. Í Hringsjá er lögð áhersla á hlýlegt viðmót og góðan starfsanda.
Taka á móti og aðstoða þátttakendur eftir þörfum.
Tímabókanir, afbókanir og breytingar á viðtalstímum.
Taka á móti tölvupósti og koma erindum í viðeigandi farveg.
Skráning í tölvukerfi vegna viðtala.
Fylgjast með að stofur og sameiginleg rými séu snyrtileg.
Panta inn vörur t.a.m. hreinlætisvörur, skrifstofugögn og fyrir kaffistofu.
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af móttöku er kostur.
Góð tölvukunnátta og hæfni til að vinna með rafræn kerfi.
Skipulagshæfni.
Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.













