Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Ráðgjafi í þjónustuver HMS á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa í teymi þjónustuvers á leigumarkaðssviði HMS á Sauðárkróki.

Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í samheldnu teymi sem sinnir margvíslegri þjónustu þvert á starfsemi HMS. Teymið sinnir m.a. símsvörun, afgreiðslu skriflegra erinda, yfirferð á umsóknum um starfsleyfi og löggildingar ásamt fjölbreyttum bakvinnslu- og skráningarverkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka erinda og samskipti við viðskiptavini í gegnum síma, tölvupóst og vef
  • Veita leidðbeiningar um þjónustu HMS og tryggja að erindi berist á rétta staði 
  • Ýmis bakvinnsluverkefni fyrir fagsvið HMS  
  • Þátttaka í þróun og umbótum á verkferlum ogverklagi teymisins 
  • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða góð reynsla sem nýtist í starfi
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til samstarfs  
  • Góð þjónustulund og hæfni til að vinna undir álagi  
  • Nákvæm vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar 
  • Hæfni til ad tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku 
  • Þekking og hæfni til að nýta upplýsingakerfi sem starfinu fylgja
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar