Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Lögfræðingur HMS á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að öflugum og metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á starfsstöð HMS á Sauðárkróki.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem unnið er að spennandi verkefnum á sviði brunavarna, slökkviliða, húsnæðisbóta og leigumála. Starfið veitir einstakt tækifæri til að hafa áhrif og taka virkan þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum. Lögfræðingurinn starfar þvert á málaflokka í góðu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra og krefst bæði sjálfstæðis, frumkvæðis og góðrar samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðiráðgjöf og fræðsla á sviði brunavarna, slökkviliða, húsnæðisbóta og leigumála
  • Úrlausn fjölbreyttra lögfræðiverkefna í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk
  • Gerð lögfræðilegra álita, minnisblaða, bréfa, umsagna og samninga
  • Umsjón með ritun greinargerða vegna kærumála
  • Gerð verklagsreglna og leiðbeininga innan málefnasviða
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun málaflokka
  • Ráðgjöf og samskipti við önnur stjórnvöld og hagaðila
  • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði
  • Reynsla af lögfræðistörfum er kostur
  • Þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til að starfa í hópi
  • Góð tölvukunnátta
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar