Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun

Sérfræðingur í skipulagsgerð og stefnumótun

Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingi til starfa á svið stefnumótunar og miðlunar hjá stofnuninni. Um er að ræða starf sérfræðings sem kemur að vinnu við gerð og framfylgd strandsvæðisskipulags, raflínuskipulags og landsskipulagsstefnu.

Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og krefjast agaðra vinnubragða, drifkrafts, samskiptahæfileika og þekkingar á skipulagsmálum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í verkefnisteymum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Halda utan um vinnu við gerð strandsvæðisskipulags og framfylgd þess fyrir hönd svæðisráða ásamt því að vinna að gerð raflínuskipulags fyrir hönd raflínunefnda.
  • Gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu.
  • Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsgerð og umhverfismat.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði skipulagsmála er skilyrði.
  • Meistarapróf á sviði skipulagsmála og réttindi til skipulagsgerðar skv. skipulagslögum er æskileg.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta er nauðsynleg.
  • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu á sviði skipulagsmála.
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar