
Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.
Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is
Sérfræðingur í skipulagsgerð og stefnumótun
Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingi til starfa á svið stefnumótunar og miðlunar hjá stofnuninni. Um er að ræða starf sérfræðings sem kemur að vinnu við gerð og framfylgd strandsvæðisskipulags, raflínuskipulags og landsskipulagsstefnu.
Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og krefjast agaðra vinnubragða, drifkrafts, samskiptahæfileika og þekkingar á skipulagsmálum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í verkefnisteymum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda utan um vinnu við gerð strandsvæðisskipulags og framfylgd þess fyrir hönd svæðisráða ásamt því að vinna að gerð raflínuskipulags fyrir hönd raflínunefnda.
- Gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu.
- Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsgerð og umhverfismat.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði skipulagsmála er skilyrði.
- Meistarapróf á sviði skipulagsmála og réttindi til skipulagsgerðar skv. skipulagslögum er æskileg.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta er nauðsynleg.
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu á sviði skipulagsmála.
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Bókari
Seaborn

Þjónustufulltrúi hjá Igloo/Leiguskjóli
Leiguskjól

Skrifstofustarf
Örugg afritun

Hversu vel þekkir þú verðbréfamarkaðinn?
Seðlabanki Íslands

Viltu styðja við sölustarfið okkar?
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Þjónustufulltrúi - sumar
DHL Express Iceland ehf

Háaleitisskóli – Aðstoðarskólastjóri
Reykjanesbær

Hefur þú áhuga á lausafjár- og fjármögnunaráhættu?
Seðlabanki Íslands

Læknamóttökuritari 50% staða
Útlitslækning

Þjónustufulltrúi í heildsölu hjólbarða
Klettur - sala og þjónusta ehf

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf