Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Hversu vel þekkir þú verðbréfamarkaðinn?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í deild verðbréfamarkaða á sviði háttsemiseftirlits, sem er annað af tveimur eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á verðbréfamarkaðinum.

Í deild verðbréfamarkaða starfar öflugur hópur sem sinnir meðal annars verkefnum sem snúa að eftirliti með innviðum s.s. kauphöllum og verðbréfamiðstöðvum, framkvæmd verðbréfaviðskipta, upplýsingaskyldu útgefenda, gagnsæi á markaði, markaðssvikum og gagnaskilum. Að auki er lögð rík áhersla á hagnýta notkun gagna og aðferðir við að nýta gervigreind við eftirlit.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlitsverkefni og greiningar vegna mögulegrar markaðsmisnotkunar, innherjasvika og upplýsingaskyldu útgefenda fjármálagerninga.
  • Eftirlit með kauphöllum og verðbréfamiðstöðvum.
  • Eftirlit með skilum og gæðum gagna frá eftirlitsskyldum aðilum.
  • Yfirferð og staðfesting skjala sem fjármálaeftirlitinu ber að samþykkja, s.s. lýsingar og tilboðsyfirlit vegna yfirtökutilboða.
  • Þróun aðferðafræði og verklags við verðbréfamarkaðseftirlit.
  • Hagnýting gervigreindar við eftirlit.
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi á sviði verðbréfamarkaða.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaranám sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði og verkfræði.
  • Þekking og reynsla á verðbréfamarkaði.
  • Þekking og reynsla af úrvinnslu gagna er kostur.
  • Þekking á Power BI er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, greiningarhæfni, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar