Akureyri
Akureyri
Akureyri

Hlíðarskóli: Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sérkennari

Laus er til umsóknar 100% staða þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða sérkennara.

Um er að ræða ótímabundna stöðu og verður ráðið í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Hlíðarskóli er lítill sérskóli fyrir nemendur með hegðunar- og aðlögunarvanda, félags- og tilfinningarvanda og fjölskyldur þeirra. Staðsetning skólans er einstök en hann er staðsettur í Skjaldarvík, 5 km norðan Akureyrar og hefur markað sér umhverfisstefnu með áherslu á umhverfismennt og útinám þar sem nánasta umhverfi skólans er nýtt eins og kostur er. Kennarar fá frelsi og stuðning til að fara ótroðnar slóðir og hugsa út fyrir kassann þegar kemur að uppsetningu náms og kennsluaðferðum. Í Hlíðarskóla er mikil áhersla lögð á samvinnu starfsfólks og foreldra og vellíðan og framfarir nemenda.

Hér er einstakt tækifæri til að starfa í fámennum skóla þar sem kennt er í litlum hópum til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur námslega.

Leiðarljós: Jákvæð afstaða til manneskjunnar og tiltrú á getu hennar til breytinga og þróunar þar sem leitast skal við að byggja á styrk hvers og eins.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.hlidarskoli.is

Leitað er að jákvæðum, sjálfstæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnanda skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir kennslu eða þjálfun eftir því sem við á skv. menntun.
  • Hefur umsjón með skipulagi vegna nemenda.
  • Útbúa kennslu- eða þjálfunarefni, metur framfarir og leitar eftir ráðgjöf þegar þess þarf.
  • Er í samstarfi við samstarfsfólk, foreldra, tengslastofnanir og aðra sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf og starfsréttindi sem iðjuþjálfi, þroskaþjálfi eða kennari.
  • Viðbótarmenntun á sviði sérkennslufræða hjá kennara.
  • Þekking og/eða reynsla af CAT kassa, ART og/eða TEACCH er kostur.
  • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum með margvíslegar þarfir.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Lausnamiðuð hugsun.
  • Skipulagsfærni, sveigjanleiki og víðsýni í starfi.
  • Góða færni í samskiptum og samvinnu.
  • Jákvætt viðmót.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Færni í miðlun og framsetningu upplýsinga.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Frumkvæði til að leita sér nýrrar þekkingar, m.a. hjá öðru fagfólki.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar