

Glerárskóli: Skólaliði
Í Glerárskóla er laus til umsóknar staða skólaliða. Um er að ræða 52% tímabundna stöðu frá 14. ágúst 2025 til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Möguleiki er á starfi í frístund til viðbótar við stöðuna.
Glerárskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði jákvæðs aga og Olweusar. Skólinn er Grænfánaskóli og stundar úti- og grenndarkennslu auk þess að leggja áherslu á læsi, leiðsagnarnám og teymisvinnu. Glerárskóli Erasmus+ vottaður skóli.
Glerárskóli er hnetulaus skóli.
Stoðþjónusta Glerárskóla er gríðarlega öflug og fagleg en það styrkir allt skólastarf í þágu nemenda.
Einkunnarorð skólans eru HUGUR-HÖND-HEILBRIGÐI
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.glerarskoli.is
Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem á auðvelt með að sýna sveigjanleika, hafa frumkvæði, sem hefur mikinn metnað, á auðvelt með öll samskipti og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans.
Starf skólaliða er fjölbreytt og felur m.a. í sér gæslu og aðstoð við nemendur í starfi og leik á vegum skólans, aðstoð í mötuneyti, ræstingar og margt fleira. Skólaliðar starfa undir verkstjórn umsjónarmanns húsa og í samstarfi við alla aðra starfsmenn skólans.
- Móttaka nemenda og umsjón með þeim á og fyrir/eftir skólatíma
- Frímínútnagæsla innan -og utanhúss, eftir því sem þörf er á
- Almenn gæsla og eftirlit með nemendum og búnaði
- Afgreiðsla, umsjón og gæsla í matartímum
- Tilsjón og aðstoð við nemendur vegna margvíslegra verkefna
- Ræsting samkvæmt starfsáætlun
- Áhugi á að starfa með börnum á grunnskólaaldri og leikni í samskiptum við börn
- Æskilegt er að umsækjandi sé með reynslu af störfum með börnum
- Æskilegt er að umsækjandi sé með reynslu af þrifum
- Færni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni, stundvísi og sveigjanleiki
- Frumkvæði og ábyrgð
- Samviskusemi og reglusemi
- Íslenskukunnátta
- Hæfni til að fylgja fyrirfram gefnu skipulagi
- Áhugi á að taka þátt í þróun skólastarfs og að taka að sér fjölbreytt verkefni
- Ýmiskonar hæfileikar, menntun og/eða þekking sem getur auðgað skólastarfið
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samræmist starfinu

















