Akureyri
Akureyri
Akureyri

Lundarskóli: Matráður

Í Lundarskóla er laus til umsóknar 100% staða matráðs. Um er að ræða ótímabundna stöðu sem ráðið verður í frá 15. ágúst 2025.

Leitað er að einstaklingi með metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans.

Í Lundarskóla er unnið með SMT skólafærni og heilsueflandi skóla. Lundarskóli leggur áherslu á teymisvinnu og framþróun í skólastarfi.

Einkunnarorð skólans eru: ábyrgð - virðing – vellíðan

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://www.lundarskoli.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er verkstjóri í eldhúsi/mötuneyti skólans
  • Sér um að elda graut að morgni, hádegismat í mötuneyti og síðdegishressingu fyrir nemendur í skólavistun auk tilfallandi veitinga á fundum og mat fyrir starfsfólk á starfsdögum
  • Ber ábyrgð á að fylgja sameiginlegum matseðlum skólanna fyrir hvern mánuð skólaársins. Ber ábyrgð á sérstökum matseðlum fyrir nemendur með mataróþol
  • Sér um innkaup fyrir mötuneyti skólans og kaffistofu starfsfólks
  • Fylgist með og ber ábyrgð á rekstrarstöðu mötuneytis, sér um innkaup fyrir mötuneyti og leitast við að innkaup og skipulagning séu sem hagkvæmust
  • Annast daglega ræstingu eldhúss í samstarfi við aðstoðarmatráða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Matreiðslumaður eða matartæknir
  • Reynsla af rekstri mötuneyta eða skólaeldhúsa
  • Reynsla af verkstjórn
  • Þekking á ráðleggingum Lýðheilsustöðvar varðandi skólamáltíðir er æskileg
  • Almenn tölvukunnátta
  • Kunnátta í skyndihjálp
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Stundvísi, samviskusemi, reglusemi og færni í almennum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Dalsbraut/Lundarskóli 147482, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar