Akureyri
Akureyri
Akureyri

Glerárskóli: starfsfólk með stuðning í skólastarfi

Í Glerárskóla er laus 60% staða starfsfólks með stuðning í skólastarfi. Ráðið verður í störfin frá 14. ágúst 2025 (eða eftir samkomulagi) í eitt ár með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Möguleiki er á starfi í frístund til viðbótar við starfið.

Glerárskóli vinnur samkvæmt hugmyndafræði jákvæðs aga og Olweusar. Skólinn er Grænfánaskóli og stundar úti- og grenndarkennslu auk þess að leggja áherslu á læsi, leiðsagnarnám og teymisvinnu. Glerárskóli Erasmus+ vottaður skóli.

Glerárskóli er hnetulaus skóli.

Stoðþjónusta Glerárskóla er gríðarlega öflug og fagleg en það styrkir allt skólastarf í þágu nemenda.

Einkunnarorð skólans eru HUGUR-HÖND-HEILBRIGÐI

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.glerarskoli.is

Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingum sem eiga auðvelt með að sýna sveigjanleika, hafa frumkvæði, sem hafa mikinn metnað, eiga auðvelt með öll samskipti og sem leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að aðstoða og leiðbeininga nemendum í námi og leik
  • Að aðstoða einstaklinga með sérþarfir
  • Að aðstoða nemendur bæði í kennslustundum og utan þeirra
  • Að leggja áherslu á að þroska félagslega hæfni nemenda í námi og starfi
  • Að starfa í teymi stuðningsfulltrúa og einnig í teymi með kennurum
  • Gæsla inni/úti og ýmis önnur störf sem tengist nemendum
  • Aðstoð við einstaka nemendur og/eða hópa
  • Stuðningsfulltrúar starfa í samvinnu við aðra starfsmenn skólans, undir stjórn kennara og stjórnenda
  • Önnur störf sem kennari og/eða stjórnandi felur viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á að starfa með börnum á grunnskólaaldri og leikni í samskiptum við börn
  • Æskilegt er að umsækjandi sé með reynslu af störfum með börnum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, stundvísi og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og ábyrgð
  • Samviskusemi og reglusemi
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Hæfni til að fylgja fyrirframgefnu skipulagi
  • Áhugi á að taka þátt í þróun skólastarfs og að taka að sér fjölbreytt verkefni
  • Ýmiskonar hæfileikar, menntun og/eða þekking sem getur auðgað skólastarfið
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samræmist starfinu
Auglýsing birt13. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar