

Aðstoðarmatráður í nemendaeldhús í Flóaskóla
Flóaskóli er staðsettur í Flóahreppi, sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í skólanum eru rúmlega 100 nemendur í 1.-10. bekk og starfsmenn eru um 30. Leitað er að einstaklingum sem vilja ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu. Um er að ræða starf í 70-80% . Gildi skólans eru hugur, hjarta, hönd.
Skólastarf í Flóaskóla miðar að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum og einstaklingsmiðaðri nálgun.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2025, ráðið er í starfið frá 15. ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Þórunn Jónasdóttir skólastjóri í síma 7718342 eða í netfangi [email protected]
Almenn störf í eldhúsi svo sem undirbúningur og frágangur morgunverðar og hádegisverðar
Uppvask og þrif
Afleysing matráðar
Þjónusta við nemendur og starfsfólk
Önnur verkefni sem matráður og skólastjóri fela viðkomandi
Unnið undir stjórn matráðar
Reynsla af sambærilegu starfi ef kostur er
Þekking og áhugi á næringargildi og hollustu í matargerð
Góð íslenskukunnátta
Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
Sveigjanleiki og skipulagshæfni
Hreinlæti og snyrtimennska
Stundvísi og áreiðanleiki












