Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur - Fossvogsgarður

Kirkjugarðar Reykjavíkur leita af metnaðarfullum og drífandi einstakling í 100 % starf.

Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér allt milli himins og jarðar og þarf einstaklingurinn því að búa yfir handlægni, úræðasemi, sjálfstæði og vera til í alskonar fjölbreytt verkefni sem starfsmenn garðanna taka sér fyrir hendur með bros á vör.

Starfinu fylgir ábyrgð á þrifum á legsteinum, umhirðu og viðhaldi garðana sem og vinna á kvöld- og næturvöktum í bálstofu.

Kirkjugörðum Reykjavíkur er umhugað um sitt starfsfólk og leggur ríka áherslu á vellíðan í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð með gufuþvotti legsteina
  • Umsjón og ábyrgð á ýmsum tilfallandi störfum við umhirðu garðana
  • Vinna á kvöld- og næturvöktum í bálstofu.
  • Vinna við viðhald fasteigna
  • Önnur tilfallandi störf.

Í starfinu felst ábyrgð á að þjónustu sé sinnt á faglegan og nærgætinn hátt og að öryggisstöðlum sé fylgt við dagleg störf.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun kostur.
  • Starfið gerir kröfur um handlægni, útsjónarsemi og frumkvæði.
  • Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og geta til að vinna bæði sjálfstætt sem og í teymi.
Um Kirkjugarða Reykjavíkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur ríka áherslu á vellíðan starfsfólks. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 starfsmenn. Fyrirtækið hefur verið í stefnumótun með það í huga að byggja upp jákvæða ásýnd fyrirtækisns og auka starfsánægju og jákvæða menningu þess.

Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er að vera garður allra þeirra sem vilja kyrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa opinn faðm gagnvart öllum sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar.

Gildin okkar eru VIRÐING - UMHYGGJA - FAGMENNSKA - LIÐSHEILD

Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur er: https://kirkjugardar.is/

Upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Sif Þorgeirsdóttir sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.

[email protected]

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fossvogsgarður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar