

Kirkjugarðar Reykjavíkur - Fossvogsgarður
Kirkjugarðar Reykjavíkur leita af metnaðarfullum og drífandi einstakling í 100 % starf.
Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér allt milli himins og jarðar og þarf einstaklingurinn því að búa yfir handlægni, úræðasemi, sjálfstæði og vera til í alskonar fjölbreytt verkefni sem starfsmenn garðanna taka sér fyrir hendur með bros á vör.
Starfinu fylgir ábyrgð á þrifum á legsteinum, umhirðu og viðhaldi garðana sem og vinna á kvöld- og næturvöktum í bálstofu.
Kirkjugörðum Reykjavíkur er umhugað um sitt starfsfólk og leggur ríka áherslu á vellíðan í starfi.
- Umsjón og ábyrgð með gufuþvotti legsteina
- Umsjón og ábyrgð á ýmsum tilfallandi störfum við umhirðu garðana
- Vinna á kvöld- og næturvöktum í bálstofu.
- Vinna við viðhald fasteigna
- Önnur tilfallandi störf.
Í starfinu felst ábyrgð á að þjónustu sé sinnt á faglegan og nærgætinn hátt og að öryggisstöðlum sé fylgt við dagleg störf.
- Iðnmenntun kostur.
- Starfið gerir kröfur um handlægni, útsjónarsemi og frumkvæði.
- Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og geta til að vinna bæði sjálfstætt sem og í teymi.
Kirkjugarðar Reykjavíkur er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur ríka áherslu á vellíðan starfsfólks. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 starfsmenn. Fyrirtækið hefur verið í stefnumótun með það í huga að byggja upp jákvæða ásýnd fyrirtækisns og auka starfsánægju og jákvæða menningu þess.
Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er að vera garður allra þeirra sem vilja kyrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa opinn faðm gagnvart öllum sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar.
Gildin okkar eru VIRÐING - UMHYGGJA - FAGMENNSKA - LIÐSHEILD
Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur er: https://kirkjugardar.is/
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Sif Þorgeirsdóttir sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Íslenska










