

Múrarameistari – fagleg ábyrgð og traust
Mál og Múrverk ehf leitar að reynslumiklum og löggiltum múrarameistara til að taka lykilhlutverk í framkvæmd og faglegri ábyrgð fyrirtækisins.
Við sinnum krefjandi viðhalds- og viðgerðarverkefnum þar sem réttar aðferðir, efnisval og frágangur skipta öllu máli. Þetta er staða fyrir meistara sem vill gera hlutina rétt – frá grunni til afhendingar.
-
Full fagleg ábyrgð á múrvinnu og steypuviðgerðum
-
Verkleg þátttaka í framkvæmdum
-
Mat á skemmdum, lausnum og verklagi
-
Val á efnum og aðferðum
-
Skipulagning og eftirfylgni verka
-
Leiðsögn og faglegur stuðningur við starfsmenn
-
Gæðaskoðun og lokaúttekt verka
Við leitum að meistara sem
-
er löggiltur múrarameistari
-
hefur ríka reynslu af viðhalds- og viðgerðarverkefnum
-
býr yfir sterkri faglegri dómgreind
-
vinnur sjálfstætt og tekur ábyrgð
-
leggur metnað í vönduð vinnubrögð og gott orðspor
Íslenska






