Kaffistofan ehf.
Kaffistofan ehf.

Starfsmaður í kaffibrennslu

Kaffistofan er sérkaffibrennsla og kaffihús sem leggur áherslu á handverk, gæði og nákvæmni í hverju skrefi. Við leitum að ábyrgum og skipulögðum aðila til að starfa í kaffibrennslu okkar í hlutastarfi, í litlu og faglegu umhverfi þar sem gæði og ferlar skipta máli.

Starfið hentar einstaklingi sem vill vinna í raunverulegri matvælaframleiðslu, læra fagið og vera hluti af litlu teymi sem leggur metnað í vöruna.

Starfshlutfall er um 35–40%, miðað við u.þ.b. 3 klst. á dag virka daga.

Vinna hefst í mars/apríl 2026

Helstu verkefni og ábyrgð

• Kaffibrennsla samkvæmt skilgreindum prófílum
• Pökkun og frágangur á kaffi
• Umsjón með hrákaffi og birgðum
• Almenn umhirða og snyrtimennska á vinnusvæði

Menntunar- og hæfniskröfur

• Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Sjálfstæði og ábyrgð í daglegum störfum
• Reynsla af vinnu í matvælaframleiðslu, pökkun eða sambærilegu umhverfi er kostur
• Reynsla úr kaffihúsi eða sambærilegri þjónustu er kostur
• Áhugi á kaffi og gæðum
• Reynsla í kaffibrennslu er mikill kostur (þjálfun veitt)

Fríðindi í starfi

• Sveigjanlegur vinnutími
• Þjálfun í sérkaffibrennslu
• Vinna í litlu og faglegu teymi
• Starfsumhverfi þar sem gæði og handverk eru í forgrunni

Auglýsing birt19. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)190.000 - 210.000 kr.
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Óðinsnes 2, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.ShopifyPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Vöruframsetning
Starfsgreinar
Starfsmerkingar