
Starfsmaður í kaffibrennslu
Kaffistofan er sérkaffibrennsla og kaffihús sem leggur áherslu á handverk, gæði og nákvæmni í hverju skrefi. Við leitum að ábyrgum og skipulögðum aðila til að starfa í kaffibrennslu okkar í hlutastarfi, í litlu og faglegu umhverfi þar sem gæði og ferlar skipta máli.
Starfið hentar einstaklingi sem vill vinna í raunverulegri matvælaframleiðslu, læra fagið og vera hluti af litlu teymi sem leggur metnað í vöruna.
Starfshlutfall er um 35–40%, miðað við u.þ.b. 3 klst. á dag virka daga.
Vinna hefst í mars/apríl 2026
• Kaffibrennsla samkvæmt skilgreindum prófílum
• Pökkun og frágangur á kaffi
• Umsjón með hrákaffi og birgðum
• Almenn umhirða og snyrtimennska á vinnusvæði
• Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
• Sjálfstæði og ábyrgð í daglegum störfum
• Reynsla af vinnu í matvælaframleiðslu, pökkun eða sambærilegu umhverfi er kostur
• Reynsla úr kaffihúsi eða sambærilegri þjónustu er kostur
• Áhugi á kaffi og gæðum
• Reynsla í kaffibrennslu er mikill kostur (þjálfun veitt)
• Sveigjanlegur vinnutími
• Þjálfun í sérkaffibrennslu
• Vinna í litlu og faglegu teymi
• Starfsumhverfi þar sem gæði og handverk eru í forgrunni











