Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál

Iðnaðarmenn og iðnnemar

Alcoa Fjarðaál býður iðnaðarmönnum fjölbreytt starfstækifæri í dagvinnu eða vaktavinnu. Fyrirtækið getur getur einnig boðið nokkrum iðnnemum námssamning og starfsþjálfun.

Í hátæknivæddu álveri Alcoa Fjarðaáls vinnur mjög fjölhæfur og öflugur hópur iðnaðarmanna að því að tryggja áreiðanleika búnaðar með bestu viðhaldskerfum sem völ er á. Sérhæft teymi greinir ástand búnaðar, fjögur svæðisbundin teymi sinna skipulögðu viðhaldi í dagvinnu og miðlæg viðhaldsvakt bregst við bilunum allan sólarhringinn. Iðnaðarmenn hjá Fjarðaáli vinna jafnframt mjög náið með framleiðsluteymum, tækniteymum og sérfræðingum í áreiðanleika og viðhaldi.

Hvers vegna að ganga til liðs við okkur?
  • Mikil tækifæri eru til starfsþróunar í gegnum þjálfun, menntun og fjölbreytta starfsreynslu.
  • Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar.
  • Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti.
  • Öryggi og heilbrigði starfsmanna eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum.
  • Við höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
  • Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga séu lykillinn að árangri.
Aðrar upplýsingar

Við erum framsækin í jafnréttismálum og viljum fjölga konum í hópi iðnaðarmanna.

Frekari upplýsingar veitir Elísabet Sveinsdóttir, elisabet.sveinsdottir@alcoa.com eða í síma 470 7700.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um störfin á www.alcoa.is.

Auglýsing stofnuð28. maí 2024
Umsóknarfrestur9. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar