RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Aflmikill sérfræðingur varaafls

Hefur þú varann á? Við leitum að aflmikilli manneskju í stöðu sérfræðings varaafls hjá RARIK en fyrirtækið hefur yfir að ráða 25 föstum varaaflsvélum auk 8 stórra, færanlegra varaaflsstöðva. Taktu stökkið og tengdu þig við okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

RARIK á og rekur stærsta dreifikerfi landsins og er mikilvægur hluti af þriðju orkuskiptunum. Til að tryggja afhendingu rafmagns utan hefðbundinna þjónustusvæða, eða í bilanatilvikum, á RARIK bæði fastar og færanlegar varaaflsstöðvar. Sérfræðingur varaafls þarf að annast utanumhald allra varaaflsvéla, halda utan um og stýra verkefnum og sinna verkbeiðnum auk ýmissa annarra tengdra verkefna. Starfið krefst ferðalaga um allt landið.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sérfræðingur varaafls þarf að hafa menntun sem tengist vélum og þekkja vel vélar og keyrslu þeirra. Ekki er verra að rétta manneskjan hafi einnig menntun á sviði rafmagns og æskilegt er að hún hafi þekkingu á dreifikerfi rafmagns og samfösun véla við dreifikerfið. Hér koma frábærir skipulagshæfileikar og verkefnastjórnun einnig að góðum notum.

Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur21. júlí 2024
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar