Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Okkur vantar rafvirkja!

Við leitum að sjálfstæðri og samskiptalipri manneskju í rafvirkjateymi Ljósleiðarans. Ef þú brennur fyrir nýrri tækni og hefur gaman að því að veita góða þjónustu þá erum við að leita að þér!

Ljósleiðarinn rekur öflugt fjarskiptakerfi víðsvegar um landið og veitir fjarskiptafyrirtækjum hagkvæmar og skilvirkar lausnir í heildsölu.

Við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við okkar viðskiptavini og því er er góð samskiptafærni lykilforsenda árangurs í þessu starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi. En fyrst og fremst leitum við að skipulagðri manneskju með drifkraft á ljóshraða.

Helstu viðfangsefni

  • Heimsóknir til heimila og fyrirtækja
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Finna bestu lagnaleiðir og tengja ljósleiðarabox
  • Virkja þjónustur: net, sjónvarp og síma

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing stofnuð24. júní 2024
Umsóknarfrestur3. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar