Góa-Linda sælgætisgerð
Góa-Linda sælgætisgerð
Góa-Linda sælgætisgerð

Verkstjóri í Framleiðslu og Pökkun

Við leitum að öflugum, jákvæðum og hressum, útsjónarsömum verkstjóra í framleiðslusalin okkar.

Viðkomandi þarf að geta unnið í hóp án vandkvæðna. Verkstjóri vinnur náið með framleiðslustjóra og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að framleiðslu og pökkun.

Vinnutími er 07.00-17.00 virka daga nema föstudaga til kl.16.00.

Góa-Linda er fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 55 ár og státar af góðu starfsöryggi og jákvæðum vinnuanda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg ábyrgð á verkstjórn í framleiðslu og pökkun
  • Undirbúningur og gangsetning véla i framleiðslu og pökkun
  • Ber ábyrgð á að hreinlæti, umgengni, þjálfun og verkferlum sé framfylgt
  • Umsjón með umbótaáætlunum sem snúa að hámörkun framleiðsluafkasta
  • Yfirsýn yfir skráningu framleiðslu og rýrnunar
  • Umsjón véla og tilfallandi viðhald eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verkstjórn og starfsmannahaldi
  • Drifkraftur, áræðanleiki og stundvísi
  • Vélvirkja / Rafvirkja menntun eða álíka æskileg
  • Íslensku og Enskukunnátta
  • Lyftararéttindi eru æskileg
  • Tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing stofnuð25. júní 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Garðahraun 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar