Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Víking Brugghús CCEP á Íslandi

Vélvirki / rafvirki hjá Víking Brugghúsi á Akureyri

Víking Brugghús á Akureyri auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi með próf í vélvirkjun eða rafvirkjun til að starfa í tæknideild hjá fyrirtækinu.

Helstu verkefni

  • Eftirlit með framleiðsluvélum
  • Uppsetning, viðhald og endurbætur á vélbúnaði
  • Bilanagreining og bilanaleit
  • Viðhald á húsnæði fyrirtækisins og minni háttar lagfæringar

Hæfniskröfur

  • Sveinsbréf í vélvirkjun eða rafvirkjun
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn þekking á tölvur og upplýsingatækni
  • Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki
  • Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af Coca-Cola á Íslandi þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks.

Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurpáll Torfason storfason@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí 2024.

Auglýsing stofnuð28. júní 2024
Umsóknarfrestur7. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Furuvellir 18, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar