Veitur
Veitur
Veitur

Hönnuður vatnsmiðla

Við leitum að drífandi vatnsmiðlahönnuði til að starfa í öflugu teymi hönnuða hjá Veitum. Vatnsmiðlar Veitna eru samfélagslega mikilvægir en Veitur sjá um að dreifa heitu og köldu vatni til viðskiptavina sinna ásamt því að taka við fráveitu.

Sem hönnuður vatnsmiðla ertu hluti af öflugu teymi sem sér um undirbúning verkefna og fylgir þeim eftir á öllum stigum hönnunar. Auk þess að hanna dreifikerfi Veitna, vera tæknilegur stuðningur fyrir rekstur, ytri ráðgjafa og verkefnateymi og stuðla að umbótum og nýsköpun.

Hönnuður sinnir einnig ráðgjöf varðandi skipulagsmál og kemur að vinnu varðandi hönnunarleiðbeiningar og útboðslýsingar Veitna.

Það væri frábært fyrir þetta hlutverk ef þú hefur:
  • Menntun sem nýtist í starfi  

  • Reynslu af hönnun veitukerfa, sérstaklega fráveitulagna  

  • Frumkvæði og lipurð í samskiptum 

  • Drifkraft og lausnamiðað hugsun 

  • Getu til að vinna sjálfstætt og í teymi 

  • Góða kunnáttu í notkun teikniforrita. 

Aðrar upplýsingar

Hjá Veitum leggjum við okkur fram við að móta inngildandi og fjölbreytta menningu. Við viljum gefa öllu fólki jöfn tækifæri á að starfa hjá okkur og fögnum umsóknum frá öllu hæfu fólki óháð kyni, kynþætti, fötlun, trúarskoðunum eða aldri. 

Umsóknarfrestur er til 20. september 2024. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Haraldsdóttir, Deildarstjóri fjárfestinga vatnsmiðla hrefna.haraldsdottir@veitur.is   

Hvers vegna Veitur 

Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu. 

Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar