Hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún
Hjallatún var formlega opnað sem dvalarheimili í ágúst 1989 en heimilið, sem telur 10 herbergi, var byggt við íbúðir aldraðra sem teknar voru í notkun 1986. Þetta voru fjórar íbúðir sem leigðar voru út til aldraðra hreppsbúa án sérstakrar þjónustu. Hjallatún var eins og mörg önnur hjúkrunarheimili byggt og hugsað sem dvalarheimili en smátt og smátt hefur hjúkrunarrýmum fjölgað á kostnað dvalarrýma. Árið 2017 varð Hjallatún eingöngu hjúkrunarheimili og í dag eru búsettir hér 17 einstaklingar. Einnig eru tvö hvíldarrými.
Á Hjallatúni er lögð áhersla á heimilislegt andrúmsloft og virðingu fyrir íbúum. Allir íbúar eru á einbýli. Við leggjum mikið upp úr hreyfingu og að auka sjálfsbjargargetu og lífsgæði íbúa.
Markmið okkar er að vera góður og framsækinn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á góðan starfsanda, virðingu og sjálfstæð vinnubrögð
Hjallatún í Vík óskar eftir að ráða deildarstjóra
Hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún í Vík óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing/deildarstjóra 2, í 90%-100% stöðu frá og með 1. janúar 2025.
Gott húsnæði í boði á staðnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við stjórnun og rekstur hjúkrunarheimilis. Staðgengill hjúkrunarforstjóra eftir þörfum
- Fjölbreytt hjúkrun og skipulag hjúkrunarmeðferða, skipulagning vakta og verkstjórn. Fræðsla til starfsfólks
- Eftirlit með gæðum hjúkrunar
- Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu þar sem fagmennska umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingnum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi
- Ráðgjöf og fræðsla til þjónustuþega og aðstandenda
- Um er að ræða 90%-100% stöðu deildarstjóra 2, sem vinnur dagvaktir, helgarvaktir og bakvaktir eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
- Starfsleyfi landlæknis
- Reynsla að stjórnun, kostur
- Reynsla af RAI mælitækinu kostur
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf
- Gott vald á íslenskri tungu
Fríðindi í starfi
Leiguhúsnæði fylgir starfinu
Auglýsing birt2. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hátún 12, 870 Vík
Starfstegund
Hæfni
Hjúkrunarfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Sólvelli
Dvalar- og Hjúkrunarheilmilið Sólvellir
Hjúkrunarfræðingur
Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur - Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild
Stoð
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á lungnadeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Skemmtilegt starf á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Háskólamenntaður starfsmaður á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda/ dagvinna á göngudeild svefntengdra sjúkdóma
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Teymisstjóri á göngudeild taugasjúkdóma
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild taugasjúkdóma
Landspítali