Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild taugasjúkdóma
Við sækjumst eftir öflugum hjúkrunarfræðingi til starfa á göngudeild taugasjúkdóma. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi. Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm. Á göngudeildinni gefst einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Lögð er áhersla á símenntun starfsfólks og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn og fá nánari upplýsingar um starfsemina, áhugasamir hafi samband við Ragnheiði deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Sérhæfð hjúkrun taugasjúklinga
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Skrá hjúkrun í samræmi við reglur Landspítala
- Fylgjast með nýjungum í faginu
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslenskukunnátta