Hjúkrunarfræðingur - Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á bráðamóttöku barna 20D, á Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða 80-100% starf í vaktavinnu og verður ráðið í stöðuna frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Boðið er upp á góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Á deildinni er lögð áhersla þverfaglega samvinnu, með starfsánægju og fagmennsku að leiðarljósi. Við viljum vera í fararbroddi í þjónustu, kennslu og vísindum.
Bráðamóttaka barna er tilvísunarmóttaka þar sem hlutverk hjúkrunar er að taka á móti veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri, greina vandamál þeirra og veita fyrstu meðferð. Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.