Hjúkrunarfræðingur - Teymisstjóri á göngudeild taugasjúkdóma
Laust er til umsóknar starf teymisstjóra á göngudeild taugasjúkdóma sem er staðsett á göngudeild lyflækningasviðs A-3 í Fossvogi. Í boði er áhugavert starf fyrir framsækinn, hugmyndaríkan og lausnamiðaðan hjúkrunarfræðing. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, hafa brennandi áhuga á framþróun þjónustu og bættum ferlum og eiga auðvelt með að starfa í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm. Lögð er áhersla á símenntun starfsfólks og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn og fá nánari upplýsingar um starfsemina, áhugasamir hafi samband við Ragnheiði deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Um er að ræða nýtt og spennandi starf er lýtur að umsjón sjúklingahópa í eftirliti innan lungnalækninga, sem felur í sér meðal annars:
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð tölvukunnátta
- Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð íslenskukunnátta